Fjölskyldumyndin Víti í Vestmannaeyjum í leikstjórn Braga Þórs Hinriksson var frumsýnd við hátíðlega athöfn í Egilshöll í gær. Að venju var mikið um dýrðir en myndin fer í almennar sýningar í dag, föstudag.
Myndin segir frá hinum tíu ára gamla Jóni Jónssyni sem keppir með liði sínu Fálkum á fótboltamóti í Vestmannaeyjum. Þar lendir hann í ævintýrum sem bundin eru við fleira en fótboltavöllinn.
Bragi Þór Hinriksson er leikstjóri myndarinnar og Gunnar Helgason handritshöfundur. Ása Steinars tók myndirnar úr partíinu.