Auglýsing

Myndbönd af því þegar flugvél brotlenti í Philadelphia

Flugvél með sex farþega um borð, þar af eitt barn, hrapaði í byggð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Eldur braust út í nokkrum húsum og bílum.

Lítil sjúkraflugvél hrapaði yfir Philadelphíu-borg í Bandaríkjunum í gærkvöld og hafnaði nærri Roosevelt-verslunarmiðstöðinni. Eldur kom upp í nærliggjandi íbúðarhúsum og nokkrum bílum. Töluverður viðbúnaður er á vettvangi.

Vélin var með sex farþega um borð, sjúkling á barnsaldri, fylgdarmann hans, lækni, sjúkraliða og tvo flugmenn. Þau eru öll frá Mexíkó að sögn utanríkisráðuneytis Mexíkó. Til stóð að flytja barnið heim til Mexíkó eftir læknismeðferð í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvað olli slysinu en talið að skyggnið hafi spilað inní, en vélin hrapaði um hálfri mínútu eftir flugtak.

 

 

 

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing