Alfreð Finnbogason landsliðsmaður í fótbolta er nú staddur í Rússlandi að undirbúa sig fyrir HM með íslenska landsliðinu. Hann setti í dag inn ansi skemmtilegt myndband á Instagram síðu sína þar sem að hann kennir fylgjendum sínum helstu íslensku hugtökin sem þarf að hafa á hreinu fyrir mótið. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Sjá einnig: Tungumálahæfileikar Alfreðs Finnbogasonar vekja athygli
Alfreð verðu líklega í eldlínunni þegar strákarnir okkar hefja leik gegn Argentínu næsta laugardag. Alfreð spilar sem framherji með þýska liðinu Augsburg og íslenska landsliðinu.
Alfreð hefur ekki bara vakið athygli fyrir hæfileika sína á fótboltavellinum en á dögunum varð myndband af honum að tala mismunandi tungumál vinsælt á vefnum. Alfreð hefur spilað víða á ferli sínum og talar í dag sjö tungumál.
Sjá einnig: Alfreð Finnbogason talar ótrúlega góða spænsku
Í myndbandinu hér að neðan sýnir Alfreð fylgjendum sínum meðal annars hvernig á að segja mark, rangstaða, áfram Ísland og getur þú rétt mér bjórinn? Allt hlutir sem er nauðsynlegt að vita fyrir stuðningsmenn íslensla liðsins.