Berglind Pétursdóttir, eða Berglind Festival, ræddi við leiðtoga stjórnmálaflokkanna í gærkvöldi þegar þeir voru að undirbúa sig fyrir umræður í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV.
Hún sýndi þeim myndir af þekktum einstaklingum í íslensku samfélagi og gekk leiðtogunum ekki öllum jafn vel að þekkja fólkið. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
Að sjálfsögðu skapaðist umræða um málið á Twitter.
Ekki voru allir ánægðir með frammistöðuna
Sko mér finnst bara fáránlegt að þessir stjórnmálamenn hafi ekki vitað hver 90% af þeim voru – tengsl við raunveruleikann much? #vikan
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) October 28, 2016
Er þetta þarna Séð & Heyrt fólkið?
„Er þetta þarna Séð & Heyrt fólkið?“ – Benedikt Jóhannesson um allt ungt fólk á Íslandi. #vikan
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) October 28, 2016
Fáir þekktu apann sem Berglind sýndi
Viljum við að fólk sem þekkir ekki Harambe stjórni landinu? ? #vikan https://t.co/Zuq37wNTuP
— Berglind Festival (@ergblind) October 28, 2016