Tónlistarmaðurinn Chase Anthony sem gaf út lagið, Ég vil það með rapparanum JóaPé fyrr í sumar sendi frá sér nýtt lag í gærkvöldi sem heitir, Þekki þá. Laginu fylgir glæsilegt myndband.
Lagið sem unnið er í samstarfi við Odd Þórisson fór beint á toppinn á Youtube og hefur fengið yfir 5.000 spilarnir á 12 klukkustundum.
Sjá einnig: JóiPé og Chase eiga heitasta lag landsins: „Mjög heppinn með djúpu röddina mína“
Chase hefur heldur betur slegið í gegn í sumar en hann gaf, eins og áður segir, út lagið Ég vil það í Júlí. Það lag var fljótt vinsælasta lag landsins og ekki sér fyrir endan á vinsældum þess.