Auglýsing

Myndband: Hættu við að flytja fjölskylduna úr landi, lögregla skipuleggur næstu tilraun

Hætt var við brottvísun hjónanna Fadilu Zakaria og Adelwahab Saad og barna þeirra Jóníunu og Hanif úr landi í nótt og eru þau enn í Reykjanesbæ.

Réttarstaða þeirra er óbreytt og hefst embætti ríkislögreglustjóra nú handa við að skipuleggja brottfluttning á ný. Til stóð að flytja fjölskylduna til Ítalíu.

Árni Freyr Árnason, lögfræðingur fjölskyldunnar, staðfesti þetta í samtali við Nútímann.

Stundin greindi frá því í gær að til stæði að flytja fjölskylduna úr landi í nótt.

Á Facebook-síðunni Ekki fleiri brottvísanir má sjá myndband sem tekið var upp í nótt í húsnæðinu þar sem fjölskyldan dvelur. Í færslu með myndbandinu segir að Fadila hafi boðið gestum til sín til að veita sér styrk og fjölmiðlum til að verða vitni að frávísuninni.

„Þegar lögreglan kom voru fjölmiðlarnir reknir út og gestirnir á eftir. Fadila fékk áfall og ópin hennar heyrðust langt útfyrir íbúðina. Hringt var í fulltrúa frá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar, sem átti að hjálpa við brottvísunina. Á meðan fleygðu lögreglumenn eigum fjölskyldunnar í ferðatöskur og svarta ruslapoka. Þegar fulltrúi barnaverndarnefndar kom á staðinn bað hann lögregluna, í ljósi aðstæðna, að slá aðgerðinni á frest,“ segir í færslunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing