Auglýsing

Myndband: Klæddi sig úr fötunum í miðjum fyrirlestri eftir að kennarinn gagnrýndi fataval hennar

Letitia Chai, nemandi í Cornell Háskólaí Ithaca í Bandaríkjunum kynnti ritgerð sína fyrir framan 44 einstaklinga á nærfötunum eftir að kennari hennar gagnrýndi fataval hennar í prufukeyrslu fyrr í vikunni. Fyrirlestrinum var streymt beint á Facebook en hann má sjá hér.

Letitia var í blárri skyrtu og gallastuttbuxum þegar kennarinn spurði hana hvort þetta væru virkilega þau föt sem hún vildi klæðast. Hún mætti svo á laugardagsmorgni og hvatti samnemendur sína til þess að fækka fötum með sér og í kjölfarið byrjuðu um 30 manns af þeim 44 sem mættir voru að gera nákvæmlega það.

„Það fyrsta sem kennarinn sagði við mig var; „Er þetta virkilega það sem þú vilt klæðast?“ Ég vissi ekkert hvernig ég átti að bregðast við” sagði Letitia í samtali við skólablað Cornell.

Kennari hennar Rebekkah Maggor hélt því fram að stuttbuxur hennar væru „of stuttar” og að sem fyrirlesari væri hún að senda frá sér röng skilaboð með fötunum sem hún klæddist. Í námskeiðslýsingu fyrir námskeiðið sem atvikið átti sér stað í er engin sérstök regla um klæðaburð en nemendur eru beðnir um að klæða sig í föt við hæfi.

Kennarinn, Rebekkah Maggor, segir í samtali við skólablaðið að hún segi nemendum sínum ekki í hverju þeir eigi að klæðast en hún vilji að þeir spái í því áður en þeir taki svo sínar eigin ákvarðanir. Hún benti á að fyrr í tímanum hefði hún beðið annan nemanda að fjarlægja derhúfu af höfði sínu.

Letitia gaf lítið fyrir þau svör og benti á það væri ekki sambærilegt að biðja nemanda að fjarlægja derhúfu og að segja stelpu að stuttbuxur hennar væru of stuttar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing