Auglýsing

Myndband: Kólumbískur maður hjálpar blindum og heyrnarlausum vini sínum að fylgjast með HM

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er einn stærsti íþróttaviðburður í heiminum. Það eiga ekki allir jafn auðvelt með að fylgjast með leikjunum á HM en Kólumbíumaðurinn Jose Richard Gallego er bæði blindur og heyrnarlaus. Hann fær aðstoð frá góðum vini sínum þegar Kólumbía spilar á mótinu.

Jose Richard Gallego ólst upp við það að fylgjast með fótbolta en þegar hann var níu ára gamall missti hann bæði sjónina og heyrnina vegna veikinda. Jose fylgist þó með HM í Rússlandi en Cesar vinur hans aðstoðar hann við það. Cesar og Jose eiga samskipti með snertingu og eru búnir að búa til táknmál fyrir fótboltaleiki.

Cesar lætur Jose því vita af öllu sem gerist í leiknum með hjálp táknmálsins og lítils fótboltavallar þar sem þeir fylgja eftir hverri hreyfingu. Hann segir honum þegar það er rangstaða, vítaspyrnu, innkast og rautt spjald. Þegar það kemur mark þá fagna þeir saman.

Þeir félagar fylgdust með leik Kólumbíu og Japan í Bógóta á dögunum og þrátt fyrir 2-1 tap Kólumbíu þá gátu þeir að minnsta kosti fagnað einu marki í leiknum.

Horfðu á myndbandið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing