Reykjavíkurdætur sviðsettu aftöku á Jakobi Frímanni, Dr. Gunna og Mörtu Maríu á útgáfutónleikum plötunnar RVKDTR á Nasa á laugardagskvöld. Sjáðu myndbandið frá tónleikunum hér fyrir ofan.
Dr. Gunni segir frá því á bloggsíðu sinni í dag þegar þremenningarnir voru leiddir inn á sviðið með hauspoka. „Það átti að taka okkur af lífi fyrir listina og „klára dæmið“,“ segir Gunni.
Eins og einhverjir muna kannski höfðu RVK DTR lent í buffi við Ágústu Evu, sem hneykslaðist og gekk út, og Emmsjé Gauta, sem sagðist ekki fíla þær. Það sem sameinar hópinn er að við vorum öll í síðastu tíð Ísland Got Talent.
Gunni segir að þau hafi þó lifað aftökuna af og fraið á barinn. „Þar hittum við Ágústu Evu, sem fussaði yfir þátttöku okkar í þessum skrípaleik og var ekkert að fíla þetta,“ segir hann.
Sjá einnig: Ágústa Eva gekk út í beinni hjá Gísla Marteini: „Ég samþykkti ekki að taka þátt í svona gjörningi“
Reykjavíkurdætur eru væntanlegar á svið Borgarleikhússins þar sem þeim verður gefinn laus taumurinn.