Íslenska landsliðið í fótbolta hefur eignast aðdáendur víða um heim fyrir HM í Rússlandi sem hefst á morgun. Nýjasta dæmið er rússneskur sjálfboðaliði sem var í viðtali við Íþróttadeild Rúv í dag. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Widget not in any sidebars
Sjálfboðaliðinn segist vilja læra íslensku og syngur Eurovison lag Eyþórs Inga, Ég á líf, óaðfinnanlega eins og sjá má hér að neðan.
Nýsjálenski leikarinn Russell Crowe ætlar er einnig aðdáandi Íslands en eins og við greindum frá fyrr í dag þá er Ísland eitt af 8 löndum sem hann ætlar að styðja á HM í sumar.
Íþróttadeild RÚV setti myndband af sjálfboðaliðanum á Twitter síðu sína í morgun
Við fundum rússneskan sjálfboðaliða á HM sem langar að læra íslensku og syngur Ég á líf. ÓTRÚLEGT! #hmruv pic.twitter.com/FlARoCmHa0
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 13, 2018