Hljómsveitin The Post Performance Blues Band hefur skorað á strákana í NEVER2L8 í einhvers konar orrustu (battle). Þetta kemur fram í myndbandi sem hljómsveitin sendi Nútímanum og þú getur horft á hér fyrir ofan.
NEVER2L8 sló í gegn í söfnunarútsendingu Unicef á RÚV á dögunum. Myndband af útgáfu þeirra af laginu Hvar er draumurinn eftir Sálina hans Jóns míns vakti mikla lukku.
Frammistaðan vakti augljóslega athygli The Post Performance Blues Band sem skorar á NEVER2L8 í orrustu þann 18. ágúst. Eru þeir beðnir um að hafa samband við Einar Örn Benediktsson, umboðsmann The Post Performance Blues Band.