Auglýsing

Næturstrætó hættir akstri

Strætó hefur tekið þá ákvörðun að hætta akstri næturstrætó um helgar frá og með 16. október 2022. Næturvagnar um helgar voru starfræktir á árum áður og voru stundum mjög vinsælir. Á tíunda áratugnum var partístandinu úr miðbænum jafnvel haldið áfram á leið heim í strætisvagni. Sú varð ekki raunin í þessari tilraun. Farþegarnir um hverja helgi voru um 300 til 340 talsins eða að meðaltali um fjórtán til sextán í hverri ferð. Því ákvað stjórn Strætós að hætta með tilraunaverkefnið.

Frá þessu er greint á vef Strætó en stjórn fyrirtækisins samþykkti þann 4. júlí sl. að hefja akstur næturstrætó um helgar til reynslu út septembermánuð. Segir á vef Strætó:

Nú að loknum reynslutíma er ljóst að væntingar um farþegafjölda í næturstrætó hafa ekki staðist þrátt fyrir að búist hafi verið við auknum fjölda nú í haust þegar starfsfólk kom úr sumarleyfum og skólar hófust á ný.

Farþegafjöldi hverrar helgar var um 300 til 340 farþegar, að meðaltali 14 til 16 í hverri ferð, sem er talsvert undir ásættanlegum viðmiðum stjórnar samkvæmt vef Strætó. Í ljósi þessa og fjárhagsstöðu Strætó, samþykkti stjórn Strætó að ekki sé réttlætanlegt að halda áfram akstri næturstrætó um helgar nú að loknum reynslutíma og verður því þeirri þjónustu hætt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing