Auglýsing

Nafnabreytingin heljarinnar ferli: FBI kannaði hvort Jón Gnarr væri eftirlýstur glæpamaður

Nafnabreyting Jóns Gnarr, úr Jón Gnarr Kristinsson í einfaldlega Jón Gnarr, var samþykkt af dómara í Houston í Bandaríkjunum í mars.

Jón ræddi um þetta langa og stranga ferli í útvarpsþættinum Svali&Svavar á K100 í morgun. Upptökuna má heyra hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Jón Gnarr fær loksins að heita Jón Gnarr

Jón sagðist vera búinn að vinna í því að breyta nafni sínu í 30 ár. Þegar hann bjó í Houston fyrr á þessu ári ákvað hann að athuga hvort hann gæti breytt nafni sínu þar.

Hann segist hafa farið í gegnum heljarinnar ferli sem hófst á því að hann fyllti út umsókn.

Ég fór meira að segja til lögreglunnar, í crime lab-deildina og lét taka fingraför sem síðan voru send til FBI, sem skannaði fingraförin til að sjá hvort ég væri nokkuð eftirlýstur glæpamaður sem væri að reyna að flýja réttvísina með því að skipta um nafn.

Jón reyndist ekki eftirlýstur. „Ég var ekki á neinni slíkri skrá, ótrúlegt en satt — því maður man nú ekkert allt sem maður hefur gert,“ grínaðist hann.

Næst tók við dómtaka og Jón beið í réttarsal í heilan dag. Hann var svo kallaður fyrir dómara og látinn sverja að segja sannleikann og ekkert nema sannleikann.

„Því annars myndi guð hjálpa mér. En dómarinn féllst á þessi rök mín,“ sagði Jón léttur.

Jón fékk svo afrit af dómsúrskurði sem hann hefur farið með í þjóðskrá og óskað eftir því að nafn hans verði fært inn á skrá.

Hlustaðu á viðtalið við Jón hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing