Auglýsing

Nafni Gylfa Sigurðssonar vinsæll

„Ég hef nú bara gaman að þessu,“ segir Gylfi Sigurðsson, ekki fótboltamaður í Swansea.

Gylfi starfar hjá Opnum kerfum ásamt því að vera umboðsmaður fótboltamanna í Svíþjóð. Þegar alnafni Gylfa er í fréttum; að skipta um lið eða slátra Manchester United, þá finnur hann sérstaklega fyrir því á Twitter-síðu sinni.

„Ég fékk strax mjög marga fylgjendur sem höfðu ekkert með mig að gera,“ segir hann. Menn voru byrjaðir að ruglast þegar Gylfi fór frá Swansea til Tottenham eftir að hafa verið orðaður við Liverpool. „Blaðamenn voru að tékka á mér — það hringdu nokkrir. Einn hélt líka að ég væri pabbi hans.“

Gylfi hefur tekið áreitinu vel og forðast að þykjast vera nafni sinn. Þegar fótboltamaðurinn Gylfi afgreiddi Manchester United á dögunum var hann „taggaður“ í fjölmörgum færslum ásamt því að fylgjendafjöldinn jókst.

En hann hefur líka fengið yfir sig leiðindi. Áhangendur Liverpool hafa til að mynda talið sig vera að láta fótboltamanninn Gylfa heyra það fyrir að velja Tottenham á sínum tíma. „Já, ég fékk góða pósta frá fólki,“ segir Gylfi laufléttur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing