Þá er komið að því að taka saman allt það skemmtilegasta sem Íslendingar settu á Twitter í vikunni. Það var mikið grínast og Twitter pakkinn hefur sjaldan verið jafn stór hér á Nútímanum. Nú er bara um að gera að njóta.
Eða seinna eiginnafn
Hugmynd til að gera skírn meira spennandi: mamman kastar barninu aftur fyrir sig eins og i brúðkaupum nema sá sem grípur barnið má velja millinafn
— Aron Elí Helgason (@heimsending) November 3, 2018
Hvar er hægt að panta?
Ég hannaði vegglímmiða ? pic.twitter.com/fHADzamrCL
— gunnare (@gunnare) November 3, 2018
bíllaus lífstíll er snilld og allt það en djöfull er glatað að skreppa úr vinnunni til að fara til tannlæknis þegar eftirfarandi er raunin
tannlæknatími: 30 mín
strætó fram og til baka: 100 mín— e̟̱̤̜̘l̝̹̜i̪͎ͅs̺̳͓̯̥a̵̰͉̮͈b̝e҉͖͍̤̲̳t̛̫̝ (@jtebasile) November 1, 2018
Siffi Gje og Tommi komast báðir að í dag
Er að horfa á Hunting of Hill House. Litli Luke er alveg eins og ég sem krakki. pic.twitter.com/qxXCaRhumg
— Siffi (@SiffiG) November 3, 2018
*á veitingastaðnum apótekið*
ég: góða kveldið gæti ég fengið lyf? ahahahah nei ég segi bara svona þetta er bara ég tommi steindórs á twitter að grilla í þér en þú mátt endilega slæda á mig einum gulum og glöðum takk
— Tómas (@tommisteindors) October 31, 2018
Góð pæling
Af hverju syndir svona margt gamalt fólk baksund? Hefur það eitthvað með fortíðarþrá að gera? Ótta við framtíðina?
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) November 1, 2018
Þarf ekki að ræða þetta frekar
Siggi Sigurjóns er væntanlega með bókað gigg ef Eric endar í Skaupinu þetta árið pic.twitter.com/OW6Dk9TKsp
— Katrín Erna Gunnarsd (@kataerna12) November 2, 2018
vinir mínir vilja meina að ég sé 90% pizza og ég bara skil ekkert af hverju hehehehehe þeir eru svo klikkaðir pic.twitter.com/n711hFwBj3
— Elli Joð (@ellijod) October 30, 2018
Shazam, nema fyrir af hverju er barnið mitt að gráta
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) November 3, 2018
úbbs..
Það var kona að þakka mér fyrir gott erindi í pallborði, tók í höndina á mér og um öxlina og hallaði sér niður. Ég hélt að hún ætlaði að kyssa mig á kinn svo ég kyssti hana á móti en held hún hafi bara verið að beygja sig.
ÉG ANDAST. Er að endurspila atvikið í huganum og kveljast— Kratababe93 (@ingabbjarna) November 3, 2018
kári notar usernameið jonasgeir í öllum tölvuleikjum og mér finnst það svo fyndið að ég held ég fokking STURLIST
— Berglind Festival (@ergblind) November 3, 2018
https://twitter.com/St_Oli/status/1058356940148039680
By far skrítnasta og sjomlalegasta fyrirsögn sem ég hef séð í dag pic.twitter.com/aDeMpJBAWb
— Aron Leví Beck (@aron_beck) November 2, 2018
Gamechanger
Life hack fyrir háskólanema:
1. Geyma einn fyrsta árs áfanga þar til í endann á náminu þínu
2. Ganga geðveikt vel í honum því þú ert búin/nn að læra þetta allt áður
3. Líða vel?
— (heimspek)Inga (@Inga_toff) November 2, 2018
Hrekkjavakan var vinsælt umræðuefni
Fólk sem pirrar sig á því að Hrekkjavaka sé að taka yfir íslenska menningu og stela þrumunni frá Öskudeginum verður að skilja hvað Halloween er mikið meira COOL en einhver lame ass öskupokadagur.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) October 31, 2018
Get ekki beðið eftir að börnin í hverfinu banki upp á. Er nefnilega búinn að skera niður sellerí fyrir þau. ? pic.twitter.com/k8HiropPhC
— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) October 31, 2018
litli bróðir minn er mest extra snáði sem ég þekki. hann bað mig að hjálpa sér með búninginn "þreytt húsmóðir sem var að slaka á með andlitsmaska þegar zombie réðst skyndilega á hana og hún breyttist sjálf í zombie" pic.twitter.com/cQiBDDSYGe
— karó (@karoxxxx) October 31, 2018
Ég var áhrifavaldur á hrekkjavökunni. Borðaði kostað nammi fyrir framan krakkana sem bönkuðu upp á og lét þau vita hvar þau gætu keypt það.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) October 31, 2018
"GRIKK EÐA GOTT! :)"
"hahaha já EINMITT! Líklegt að ég sé að fara að gefa ykkur nammi útaf einhverri amerískri tökuhefð"
"Ha?"
"haha sjá ykkur. Þvílíkir hálfvitar. Markaðsöflin með klærnar á bólakaf í ykkur og þið sjáið það ekki einu sinni. Annars bý ég einn og á enga vini en þa— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) October 31, 2018
Móðir loggar sig inn á Facebook
Fös morgun 2 Nóv kl 08:30.
Móðir og faðir Alberts snæða morgunmat saman, faðir opinberar áhyggjur sínar fyrir leik Arsenal vs Liverpool sem er á laugardeginum kl 17:30
Móðir hugsar með sér að Albert sonur hennar þurfi að vita af þessum áhyggjum
Móðir loggar sig inn á facebook. pic.twitter.com/7TAKwZg9m8
— Albert Ingason. (@Snjalli) November 2, 2018
Ekki?
Munið þið eftir því þegar alveg hellingur af konum voru brjálaðar á internetinu því þær höfðu svo sterkar skoðanir á ófrjósemisaðgerðum karla og öllum börnunum sem fengu ekki að verða til? Ekki? Ó, ok.
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) November 2, 2018
Sem nemandi hataði ég heimanám. Sem kennari hata ég heimanám. Sem foreldri gjörsamlega hata ég það með hita 1000 sóla.
Til hvurs í andskotanum að láta 8 ára barn læra heima?— Már Ingólfur Másson (@maserinn) November 1, 2018
"Pabbi veistu um rúmið fyrir bangsann minn?
Ég: Hvaða rúm?
"Rúmið sem ég bjó til"
Ég *ahh. já pappakassinn utan af sturtuhausnum sem þú klipptir í ræmur og krotaðir eitthvað á og endaði í endurvinnslunni* Nei, kúturinn minn, hef ekki séð hann, því miður. #pappatwitter— gunnare (@gunnare) November 1, 2018
https://twitter.com/Branddis_Asrun/status/1058085915602706434
Gellur elska að ganga með barn sem þær ætla ekki að eiga í 22 vikur og fara svo í fóstureyðingu sér til gamans
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) November 1, 2018
Nú er ég í tvígang búin að sjá doktor við sálfræðideildina sem ég lít mikið upp til hita gamalt kaffi í örbylgjuofn og ég spyr bara er þetta það sem bíður mín ef ég held áfram að feta menntaveginn eins og hún???
— Bergrún Mist (@BergrunMistJ) November 1, 2018
Brooke Logan er hættulegasta konan í TV. pic.twitter.com/kSfDcbEht2
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) October 31, 2018
segi það nú pic.twitter.com/a28kTXgFqO
— ála (@islenskjotsupa) October 30, 2018