Eins og greint var frá í vikunni var hinni vinsælu IKEA-geit komið fyrir í vikunni. Geitin hefur lent illa í því undanfarin ár og oft orðið fyrir barðinu á brennuvörgum. Geitin þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur þetta árið því forsvarsmenn IKEA hafa gert alvöru ráðstafanir.
Sjá einnig: IKEA-geitin er mætt og Steindi var sá fyrsti til að búa til glens um málið
„Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar og svo erum við með verði allan sólarhringinn við girðinguna,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA í Bakaríinu á Bylgjunni í dag.