Auglýsing

Nasa við Austurvöll opnar á ný, landslið tónlistarmanna kemur fram á tónleikaröð

Ingibjörg Örlygsdóttir, oftast kölluð Inga á Nasa, hefur leigt Nasa við Austurvöll af Lindarvatni ehf., undir tónleikaröð sem hún standur fyrir í sumar. Inga rak Nasa áður en staðurinn lokaði árið 2012.

Á meðal þeirra sem koma fram á tónleikaröðinni eru Páll Óskar, Quarashi, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Agent Fresco og Skálmöld. Þá verða leikir á Evrópumótinu í fótbolta sýndir í beinni útsendingu í salnum og hefjast útsendingar með leik Íslands og Portúgal á þriðjudaginn í næstu viku.

Í tilkynningu frá Lindarvatni kemur fram að ákveðið hafi verið að endurbyggja salinn í upprunalegri mynd. „Framkvæmdir í húsinu munu hefjast í haust og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í árslok 2017,“ segir þar.

Arkitektar eru að vinna út frá myndum sem teknar voru af salnum þegar hann var tekinn í notkun um miðja síðustu öld. Framkvæmdar voru hljóðmælingar þar í fyrra sem sýna að hljóðeinangra þarf salinn betur.

Útlit salarins verður því upprunalegt en hönnun hans að öðru leyti í samræmi við nútímakröfur, m.a. um hljóðvist.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing