Auglýsing

Netflix mun ekki trufla notendur með auglýsingum

Forsvarsmenn Netflix hafa tekið fyrir orðróminn um að fyrirtækið ætli að byrja með auglýsingar á streymiveitunni. Margir notendur hótuðu að segja upp áskrift sinni þegar orðrómurinn fór af stað í síðustu viku.

Í síðustu viku hóf fyrirtækið að sýna notendum stiklur úr öðru efni á milli kvikmynda og þátta sem horft var á. Notendur voru margir ekki sáttir með viðbótina.

Einn notandi skrifaði á Reddit að hann myndi segja upp áskrift sinni eins og skot ef hann myndi rekast á auglýsingar á Netflix.

Sjá einnig: Vinsældir Netflix á Íslandi aukast

Í yfirlýsingu frá Netflix á föstudaginn segir að um tilraunastarfsemi hafi verið að ræða og ætlunin hafi verið að hjálpa notendum að finna efni sem þeir muni njóta á auðveldari hátt. Ef að notendur vilja ekki slíkar kynningar sé auðvelt að sleppa þeim með því að ýta á einn takka.

Myndböndin séu ekki auglýsingar heldur ábendingar fyrir hvern og einn notenda til að gera reynsluna þægilegri. Að lokum var því bætt við að fyrirtækið prófi hundrað nýja hluti á hverju ári, flestir þeirra verði aldrei að veruleika.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing