Auglýsing

Netflix staðfestir nýja þáttaröð af Making a Murderer

Afþreyingarrisinn Netflix hefur staðfest að önnur sería af hinni geysivinsælu heimildarþáttaröð Making a Murderer sé væntanleg. Þetta staðfesti Netflix á Twitter rétt í þessu.

Á vefmiðlinum The Verge kemur fram að í nýju þáttunum verði fjallað um líf Steve Avery eftir að hann var sakfelldur fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresu Halbach árið 2005. Hann afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm en fændi hans, Brendan Dassey, var einnig fundinn sekur um aðild að morðinu.

Þá munu nýju þættirnir einnig fjalla um aðkomu nýrra lögfræðinga að málinu. Netflix gefur ekki upp hvenær þættirnir fara í loftið eða hversu margir þeir verða.

Making a Murderer sló í gegn um síðustu jól á Netflix. Þáttaröðin fjallar um Steven Avery sem var sakfelldur árið 1985 fyrir nauðgun. Hann sat inni í 18 ár en var hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans. Honum var í kjölfarið sleppt.

Hann ætlaði að sækja háar bætur til ríkisins en var svo árið 2005 sakfelldur fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresu Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu.

Þættirnir fjalla ítarlega um réttarhöldin og þykja sýna fram á ýmislegt misjafnt — til dæmis að lögreglumenn hafi komið sönnunargögnum gegn Avery fyrir á heimili hans.

Making a Murderer vöktu gríðarlega athygli og hundruð þúsunda settu nafn sitt á undirskriftalista fólks sem berst fyrir því að mál hans verði tekið upp á ný og honum sleppt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing