Auglýsing

Nettröll hrauna yfir Modern Family-stjörnu, sendir kraftmikil skilaboð til kvenna

Leikkonan Ariel Winter, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Modern Family, fékk yfir sig haug af hatursfullum ummælum eftir að hún birti myndina hér fyrir neðan á Instagram.

Myndin er af henni og frænkum hennar og í kjölfarið á birtingunni fóru netröllin af stað og sögðu meðal annars að með því að birta um myndina væri hún að „biðja um það“.

✌????️✌???? #mynieces #lovethem #fbf

A photo posted by Ariel Winter (@arielwinter) on

Winter birti í kjölfarið þessa mynd hér fyrir neðan og lét fylgja kraftmikil skilaboð til kvenna. „Þetta er fyrir stelpur sem eru stöðugt lagðar í einelti, hvort sem það er í skólanum eða á internetinu,“ skrifar hún. „Þú ert ekki að „biðja um það“ með því að klæða þig á einhvern hátt. Þú ert að tjá þig og þú átt aldrei nokkurn tíma skilið að fá yfir þig neikvæðni vegna þess hvernig þú klæðir þig. Þú ert falleg. 

Who knew that an innocent photo with my nieces would turn into this? The height of a girl’s skirt or whatever she is wearing for that matter, does not imply what she is asking for. It sickens me to think at 17 years old, a photo of myself with my nieces is suggesting that I’m „asking for it“. I typically never give power to the mean things people bravely say behind their computer screens on the Internet, but this is for the girls who are constantly bullied whether it be online or at school.. You are not asking for anything because of what you are wearing- you are expressing yourself and don’t you ever think you deserve the negativity as the consequence to what you are wearing- YOU ARE BEAUTIFUL. Celebrate you and don’t let anyone’s comments allow you to think less of yourself. Us girls have to stick together!!!!!! A photo posted by Ariel Winter (@arielwinter) on

Winter hefur þurft að þola mikið áreiti frá nettröllum í gegnum tíðina. Hún fór í brjóstaminnkunaraðgerð fyrr á þessu ári og var í viðtali í tímaritinu Glamour um áreitið sem hún varð fyrir áður en hún fór í aðgerðina.

„Það eru einhvern veginn allir teknir fyrir í dag. Nettröll eru hræðileg. Ég birti stundum myndir þar sem mér leið vel en fékk svo 500 athugasemdir um að ég væri feit og ógeðsleg.“

Sjá einnig: Hvað ef enginn myndi tala í þætti Gísla Marteins? Það yrði einhvern veginn svona fyndið

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing