Auglýsing

Neyðarástand á fæðingardeild Landspítalans: Barnshafandi konur sendar til Akureyrar

Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum á fæðingardeild Landspítalans undanfarna daga. Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þar kemur fram að boðað hefur verið til nýs fundar í deilu ljósmæðra í dag. Þær vonast eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu.

Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir í samtali við Fréttablaðið að neyðarástand sé á fæðingardeildinni og mikilvægt sé að samningar náist sem fyrst.

„Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda,“ segir Linda við Fréttablaðið.

Edda Guðrún Kristinsdóttir, ljósmóðir á vakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir að þar hafi verið tekið á móti konum frá Reykjavík sem Landspítalinn hefur sent frá sér vegna stöðunnar þar. Hún segir að þótt staðan sé slæm á Akureyri sé hún verri í Reykjavík og von sé á fleiri konum til Akureyrar á næstu dögum. Staðan sé viðráðanleg en lítið þurfi út af að bregða.

Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing