Auglýsing

Neytendur kalla eftir flatkökum í endurlokanlegum umbúðum, HP kökugerð útilokar ekkert

Neytendur hafa kallað eftir því að flatkökur fáist í endurlokanum umbúðum en hingað til hefur slíkt ekki verið í boði. Framkvæmdastjóri HP kökugerðar segir hugmyndina hafa komið inn á borð til fyrirtækisins og að hún hafi verið rædd.

Ritstjóri Nútímans hóf síðasta ár á Twitter á því að velta fyrir sér hvort 2016 yrði árið þar sem flatkökur í endurlokanlegum umbúðum yrðu loksins kynntar til sögunnar.

Tístið fór víða og fólk er enn þá að leggja orð í belg um málið

Grímur Arnarson, framkvæmdastjóri HP kökugerðar, segir hugmyndina hafa komið inn á borð til fyrirtækisins sem hafi velt henni fyrir sér.

„Við höfum rætt þetta eitthvað en þetta er nú samt ekki komið það langt að lofa því fyrir árið 2017. Það væri svolítið bratt farið,“ segir Grímur.

Grímur segist hafa heyrt þessa ósk um nýjar umbúðir frá mörgum og segist skilja hana vel þar sem flatkökurnar endist lengur ef þeir eru geymdar í slíkum umbúðum.

Hann segir líklegt að flatkökum verði í framtíðinni pakkað í endurlokanlega poka. „Eitthvað í líkingu við pokana sem kanilsnúðarnir eru í,“ segir Grímur.

Fáum þetta á hreint


Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing