Tónlistarkonan Nicki Minaj hefur tilkynnti í gær að hún hyggist ekki koma fram á tónlistarhátíðinni Jeddah World Festival sem haldin er í Sádí Arabíu 18. júlí næstkomandi.
Eins og fram kemur í frétt The Guardian um málið tók hún ákvörðunina í kjölfar þess að mannréttindasamtökin Human Rights Foundation (HRF) skoruðu á listamenn að koma ekki fram á hátíðinni. Ætlunin með því að neita að koma fram er að sögn Minaj til sýna vilja í verki og styðja við réttindi kvenna og samkynhneigðra og málfrelsi einstaklingsins.
Þegar fréttin er skrifuð er plötusnúðurinn Steve Aoki og Liam Payne, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni One Direction, ekki hættir við að spila, en HRF vonast til að þeir fari að frumkvæði Nicki Minaj.