Illugi Gunnarsson, níu ára gamall sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Gunnars Sigvaldasonar, hefur verið skipaður stjórnarformaður Byggðastofnunar. Gunnar, faðir Illuga, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
Illugi fékk bréf frá Innanríkisráðuneytinu í dag um tíðindin þar sem kemur meðal annars fram að skipunin gildi fram að næsta ársfundi Byggðastofnunar, sem skal halda fyrir 1. júlí á næsta ári. Um mistök er að ræða en nafni Illuga, Illugi Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, átti að vera skipaður í stöðuna.
„Stundum færir pósturinn manni eintóm gleðitíðindi,“ sagði Gunnar á Facebook.
Rétt í þessu fékk ég þær fréttir að sonur minn yrði stjórnarformaður Byggðastofnunar. Við fjölskyldan erum svo stolt!