Auglýsing

Níu heiðarlegir hlutir sem kvöddu Ísland allt of snemma og við söknum sárt

Fólk og fyrirbæri koma og fara, þannig gengur víst lífið. Sumt skilur þó eftir sig meiri söknuð en annað og við á Nútímanum ákváðum að taka saman níu hluti sem við söknum hvað sárast.

Við vekjum athygli á því að listinn er ekki tæmandi.

1. Gamli Staðarskáli

Gamli Staðarskáli var alvöru heiðarleg vegasjoppa, lyktaði ekki vel en spilakassarnir í kjallaranum gáfu yfirleitt mjög vel.

2. Snake í Nokia 5110

Fegurðin í Snake fólst í einfaldleikanum, frábær tölvuleikur sem allir gátu spilað.

3. 70 mínútur á Popptíví

Skemmtiþáttur sem var sýndur öll virk kvöld á Popp Tíví á árunum 2000 til 2005. Þáttur sem hafði allt og engum hefur tekist að leika eftir.

4. Videoleigur

Tilboðið sem fólst í því að taka eina nýja mynd og fá tvær gamlar frítt með er tilboð sem enginn hefur toppað leigurnar lögðust af.

5. McDonalds

Við getum ekki kallað Reykjavík alvöruborg nema fá McDonalds aftur.

6. Textavarpið

Það er vissulega enn hægt að skoða textavarpið á netinu en það er ekki sama tilfinning. Tilfinningin að sitja límdur yfir síðu 390 að bíða eftir staðfestum úrslitum íþróttaleikja er tilfinning sem við fáum aldrei aftur.

7. Fresca

Það þótti ekki töff að drekka Fresca en okkur er sléttsama. Frábær drykkur sem við söknum sárt.

8. Herra Ísland

Hver man ekki eftir keppninni 2005 þegar Óli Geir var sviptur titlinum og Jón Gunnlaugur Viggósson varð óvænt kjörinn fegursti maður landsins. Bring back Herra Ísland!

9. Hljómsveitin Nylon

Stúlknasveitin sem vann hug og hjörtu landsmanna árið 2004. Mikið væri nú gaman að fá endurkomu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing