Auglýsing

Níu íslensk lög sem hefðu unnið Eurovision ef við hefðum bara drattast til að senda þau

Ari Ólafsson mun stíga á svið í fyrri undanúrslitariðli Eurovision í kvöld og freista þess að heilla Evrópu, komast áfram og vinna keppnina á laugardaginn. Því miður hefur það aldrei tekist og þó svo að Ari sé flottur söngvari eru líkurnar á því hverfandi. En hvað er það? Afhverju höfum við aldrei sent lag sem vinnur keppnina?

Í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun veltu þeir Hjörvar og Kjartan Atli því upp hvaða íslensku lög hefðu geta unnið þessa keppni. Við tókum skrefið enn lengra og völdum þau níu lög sem hefðu bókað lokað þessari keppni.

1. Allt fyrir ástina – Páll Óskar

Þetta lag hefur allt sem gott Eurovision-lag þarf að hafa. Glamúr, glys og Pál Óskar.

2. Söknuður – Villi Vill

Þetta er svo fallegt lag að því var meira að segja stolið. Við erum ekki í nokkrum vafa um að þetta hefði slegið stigamet og komið með keppnina heim til Íslands.

3. Hvað með það – Daði Freyr

Við Íslendingar erum snillingar í því að senda næst besta lagið úr undankeppninni út. Daði hefði unnið, það er öruggt.

4. Ást – Ragnheiður Gröndal

Það er ekki að ástæðulausu sem þetta lag er spilað í hverju einasta brúðkaupi á Íslandi. Ragnheiður hefði brætt Evrópu eins og Ljóma smjörlíki.

5. Cant walk away – Herbert Guðmundsson

Hefði Herbert Guðmundsson unnið Eurovision? Svarið er já. Við þurfum ekki að ræða það mikið frekar.

6. Í síðasta skipti – Friðrik Dór

Þarna fengum við gullið tækifæri til þess að vinna keppnina. Þvílíkt klúður að senda ekki þjóðsöng Íslands í keppnina.

7. Bahama – Ingó Veðurguð

Hvernig hefði Evrópa getað hafnað þessu viðlagi? Sviðsetningin hefði skipt máli þarna og ljóst er að ungur Ingó Veðurguð hefði sigrað hjörtu Evrópu.

8. Þórunn Antonía – Too Late 

Eitt besta popplag sem samið hefur verið á Íslandi. Við sjáum fyrir okkur mikið af ljósum, eld, fullt af dýrum á sviðinu og vöðvastæltir menn að berja á stórar trommur. 12 stig!

9. Amabadama – Hossa Hossa

Hugsið ykkur.. Ísland fyrsta landið til að vinna Eurovision með reggae. Það er fullkomið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing