Meistaramánuður hefst í dag og fjölmargir Íslendingar eru byrjaðir að setja sér markmið. Markmiðin eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Guðrún Veiga, einn vinsælasti Snappari landsins (gveiga85) ætlar t.d. að að smakka hverja einustu pizzu á matseðli Domino’s í febrúar.
Nútíminn tók saman nokkur skemmtileg markmið sem fólkið í landinu hefur sett sér og deilt á samfélagsmiðlum. Ef þú hefur ekki fundið þér markmið þá getur þú stolið eitthvað af þessum.
Dóri DNA ætlar að hætta að nota snjallsíma
https://twitter.com/DNADORI/status/958994224933990401
Steinunn Ólína ætlar ekki að borða neitt. Ekkert
Ég ætla ekki að borða neitt í febrúar! #meistaramánuður
Posted by Steinunn Olina Thorsteinsdottir on Miðvikudagur, 31. janúar 2018
Hjálmar Örn er með háleit markmið
Ég ætla að horfa á 28 beinar útsendingar í febrúar af fótbolta! Geri aðrir betur! #meistari https://t.co/klLgcNNCqO
— Hjálmar Örn Jóhannsson (@hjammi) February 1, 2018
Þessu markmiði er erfitt að stela
Meistaramánuður, markmið:
Fæða barn
Fara í bað
Færa bar— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) January 30, 2018
Sóli Hólm ætlar út á land
Ég ætla fyrst og fremst að nota meistaramánuð til að rækta Landsbyggðar-Hólm og heimsækja góðar týpur sem ég þekki í sveitum landsins. #Meistari Hólm. https://t.co/HStacNY3Ae
— Sóli Hólm (@SoliHolm) January 31, 2018
Hugleikur ætlar að horfa á 28 bíómyndir
I'm doing this thing for a thing where I watch a previously unseen film every day for all of February. /// Fólk hefur verið að spyrja hvaða myndir ég ætla að horfa á í @meistaramanudur. Allavega eitthvað af þessum. pic.twitter.com/dQlKAVsHBK
— dagsson (@hugleikur) January 31, 2018
Hjörvar Hafliðason er með gott markmið
Meistaramánuður 2018.
Eitt markmið: Snerta aldrei símann við stýri.
Hér er gamalt myndband þar sem ég ætlaði að gera gott comedy meðan ég keyrði. #meistari pic.twitter.com/x9xeA8nkZp— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 1, 2018