Auglýsing

Níu súrustu augnablikin úr kosningabaráttunni sem er loksins að ljúka

Nú þegar þessari snörpu kosningabaráttu er að ljúka er ekki úr vegi að horfa um öxl og skoða allt ruglið sem gerst hefur á síðustu vikum. Steingrímur kallaði Sjálfstæðisflokkinn fatlað stjórnmálaafl, Bjarni Ben skammaði ungmenni og Brynjar Níelsson bauð koss. Nútíminn tók saman níu súrustu augnablikin.

1. Jóhann Friðrik og vöfflukaffið

Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarmaður bauð í vöfflukaffi og hvatti fólk eindregið til þess að mæta, því ef ekki þá þyrfti hann sjálfur að borða allar vöfflurnar.

2. Íslenska Þjóðfylkingin reyndi að stytta sér leið

Íslenska Þjóðfylkingin ákvað að stytta sér leið við að safna undirskriftum og fengu einn og saman manninn til að skrifa þær flestar

3. Jón Gnarr skipti um lið og Björt framtíð fór í fýlu

Jón Gnarr gekk til liðs við Samfylkinguna og Björt Ólafs fór í fýlu við hann

4. Ásmundur Friðriksson jós úr viskubrunni sínum í Morgunblaðinu

Ásmundur Friðriksson skrifaði pistil um hælisleitendur og ársgamall pistill þar sem Nútíminn bar saman kostnaðinn við Ásmund og Zinger Twister fór aftur á flug.

5. Margrét Friðriksdóttir hrakti orðróm um rasisma

Margrét Friðriks hreinsaði af sér rasistastimpilinn þegar hún upplýsti þjóðina um það að hún borðaði einu sinni í viku á Austur-Indíafélaginu.

6. Pétur Einarsson var afar hress á fundi í Menntaskólanum á Akureyri

Pétur Einarsson, annar maður á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, sló í gegn á framboðsfundi í Menntaskólanum á Akureyri og var sakaður um að vera ölvaður. Má ekkert lengur? 

7. Brynjar Níelsson sagði meintan brandara sem sló ekki í gegn

Brynjar Níelsson setti allt á hliðina þegar hann bað Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu VG, um að fá að kyssa. Hann baðst síðar afsökunar. 

8. Steingrímur skeit á sig — og það á heimavelli

Steingrímur J. Sigfússon sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri fatlaður og gæti ekki aflað tekna á fundi í Menntaskólanum á Akureyri. Hann baðst síðar afsökunar. 

9. Bjarni var rakkaður niður fyrir að rakka niður dreng sem var að rakka hann niður

Bjarni Ben var hvass við ungan mann í Verzlunarskólanum og sumir vildu meina að hann hefði hreinlega rakkað unga manninn niður.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing