Auglýsing

Nóg af karókístöðum fyrir Geir í Washington

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður sendiherra Íslands í Washington frá og með næstu áramótum. Bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt Geir sem sendiherra og tekur hann við af Guðmundi Árna Stefánssyni sem verið hefur sendiherra í Washington frá 2011. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Geir er liðtækur söngvari eins og hann hefur oft sýnt. Hann tók líla lagið með hljómsveitinni South River Band á plötunni Allar stúlkurnar. Lagið sem Geir valdi var I Walk The Line eftir Johnny Cash en hann flutti það einnig eftirminnilega á lokahófi landsfundar Sjálfstæðisflokksins árið 2007.

Nútíminn hefur tekið saman lista með hjálp vefsíðunnar DCist.com með völdum karókístöðum í Washington. Þannig að Geir þarf ekki að óttast, hann getur fengið útrás fyrir söngþörfina oft og víða:

Muzette. Á Muzette eru sérstök einkaherbergi í boði fyrir hópa ef Geir vill bjóða sendiráðinu í gott partí.

The Pinch. Þeir sem þekkja til segja að stemningin á The Pinch sé eins og í kjallaranum hjá góðum félaga, frekar en á hefðbundnum karókístað.

Punk Rock Karaoke at Black Cat. Þessi kvöld á staðnum Black Cat eru ekki haldin oft, mögulega bara þrisvar eða fjórum sinnum á ári. En ef Geir er til í smá pönk og rokk ætti hann ekki að láta þau framhjá sér fara þar sem fjörið ku vera mikið.

Galaxy Hut. Karókíkvöldin á Galaxy Hut eru bara einu sinni í mánuði þannig að Geir þarf að fylgjast vel með. Vanir söngvarar koma yfirleitt fram á kvöldunum en þeir eru þekktir fyrir að styðja við bakið á þeim sem eru ekkert svo sjóaðir í faginu. Ekki að Geir þurfi að hafa áhyggur af því.

Kostume Karaoke. Það væri sniðugt að fara með sendiráðið í búningakaróki, ef mikið stendur til. Ef fólk mætir ekki í búningi er hægt að fá hárkollur og jafnvel búninga á staðnum áður en maður stígur á svið.

District Karaoke. Þarna er karókíið tekið upp um þrep. Sendiráðið þyrfti að stofna sérstakt lið og væri Geir að sjálfsögðu í brotti fylkingar. Þau þurfa þó að muna að skrá sig vegna þess að maður gengur ekki bara inn á District og rífur í hljóðnemann. Liðin verða að vera í samstæðum bolum og fylgja ströngum reglum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing