Í stórverslun Costco í Garðabæ eru jólin að sjálfsögðu löngu komin enda ekki nema 73 dagar þangað til jólahátíðin gengur í garð. Í vikunni hóf verslunin að selja styttur sem ættu að koma kaupendum í sannkallað jólaskap. Pakkinn kostar 124.999 og inniheldur 9 hluti.
Sjá einnig: Aðdáendur Costco í Garðabæ telja sig hafa fundið jólagjöfina í ár: „Ég fór í dag og nældi mér í 3 stykki“
Það var hress notandi Facebook-hópsins COSTCO-Gleði sem greindi frá því að verslunin hefði hafið sölu á styttunum en ef þeim er raðað rétt upp má sjá fæðingu Jesú Krists.
Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni inniheldur pakkinn þau Jósef, Maríu, Jesús og vitringana þrjá. Eins og glöggir lesendur muna komu þeir félagar færandi hendi með gull, myrru og reykelsi.
Færslan hefur vakið töluverða athygli