Auglýsing

Nú verður auðveldara að vita hvar persónur Game of Thrones eru, gagnvirk útgáfa af bókunum

Lesendur ævintýrasagnabálks George R. R. Martin, A Song of Ice and Fire, hafa sumir lent í vandræðum með að henda reiður á persónum bókanna; hverjar þær eru, hvar þær eru staddar í hverju sinni og hvort þær séu yfir höfuð á lífi.

Ný útgáfa af bókunum sem kynnt var til sögunnar í gær ætti að leysa úr þessu vandamáli, að minnsta að einhverju leyti. Búið er að gefa fyrstu bókina í seríunni, Krúnuleikana (e. Game of Thrones), út á rafrænu formi.

Sjá einnig: Aðeins tvær þáttaraðir eftir af Game of Thrones

Í bókum Martin er lögð áhersla á eina persónu. Í hverjum kafla í nýju útgáfunni er kort í upphafi hvers kafla þar sem má sjá hvar persónan er stödd hverju sinni.

Lesendur geta skoðað kortið, stækkað það og lesið um ýmsar staðreyndir. Þegar líður á bókina birtast neðanmálsgreinar sem minna lesandann á hvar þeir sáu sögupersónuna síðast.

Í ár eru liðin tuttugu ár frá því að fyrsta bókin í seríunni kom út. Lesendur bíða spenntir eftir sjöttu bókinni í seríunni en ekki er vitað hvort hún kemur út áður en síðasti þáttur sjónvarpsstöðvarinnar HBO um Krúnuleikana, Game of Thrones, verður sýndur árið 2018.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing