Rory Holloway segir að Mike Tyson hefði orðið besti hnefaleikakappi allra tíma ef veikleiki hans gagnvart kvenfólki hefði ekki fellt hann. Holloway var á tímabili umboðsmaður Tyson og hefur sent frá sér bókina Taming the Beast: The Untold Story of Mike Tyson.
Í bókinni kemur meðal annars fram að Tyson hafi verið undir eftirliti allan sólarhringinn á tímabili vegna kynlífsfíknar. Verðir gættu þess að hann læddist ekki út fyrir bardaga og á meðan hann sat inni fyrir nauðgun stóðu konur í röðum til að fá að hitta hann í fangelsinu.
Holloway og Tyson voru vinir frá því á unglingsaldri og hann segist hafa vitað að enginn gæti stoppað hann í hringnum.
Eina ástæðan fyrir því að hann er ekki talinn sá besti af öllum er veikleiki hans gagnvart konum. Allar ákvarðanir sem hann tók snerust um konur og kynlíf. Ég vissi að það kæmi í bakið á honum.
Árið 1992 var Tyson dæmdur fyrir að nauðga hinni 18 ára gömlu Desiree Washington. Halloway segir að það hafi verið óhjákvæmilegt. „Ég er hissa á að það hafi ekki fleiri konur stigið fram.“
Meira um bókina má lesa á vef Mirror.