Dúkka sem á að líkjast Idris Elba hefur vakið mikla athygli á netinu en dúkkan sem kostar yfir 850 dali líkist leikaranum, sem var á dögunum valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims, ekki neitt.
Þrátt fyrir að fatastílinn sé svipaður og því sem Idris Elba klæddist í sjónvarpsþáttunum Luther þá er ekki mörg önnur líkindi. Dúkkan er meðal annars alveg sköllótt en Idris Elba er með hár.
Netverjar telja dúkkuna ekki líka Elba en hafa bent á líkindi með öðrum þekktum einstaklingum og sögupersónum. Einn Twitter notandi segir að dúkkan minni á Frozone úr Incredibles myndunum en annar líkir henni við Jafar úr Aladín. Idris Elba sjálfur setti inn mynd af spjallþáttastjórnandanum Montel Williams á Twitter en hann er ekki ósvipaður dúkkunni.
This doll is supposed to be Idris? Somebody getting fired. pic.twitter.com/VsFXlmRibW
— Court (@courtdanee2) November 13, 2018
— Idris Elba (@idriselba) November 14, 2018
Sumir vilja þau meina að þetta gæti verið verra og rifja upp þegar stytta af fótboltakappanum Cristiano Ronaldo var reist á flugvelli í Madeira.
Just as bad as the Cristiano statue. pic.twitter.com/Jc7nIWBOlB
— Greg (@GreginATX) November 13, 2018
Það var ekki nóg að bæta við hári
I was tryna convince krys that the doll did look like Idris Elba, it just needed some hair. So I drew some and oh my gosh ????? pic.twitter.com/d6PYqdJpF7
— ari (@verynonchalaant) November 14, 2018