Fyrr í dag fór í loftið ný Höldum Fókus Herferð, sem að vanda miðar að því að sporna við að fólki aki undir áhrifum snjallsíma. Það eru Sjóvá, Strætó og Samgöngustofa sem standa að verkefninu sem unnið er af framleiðslustofunni Tjarnargatan.
Um er að ræða fyrstu herferð sinnar kynslóðar þar sem netverjum er boðið að tengjast með Instagram aðgangi sínum, ef þeir vilja, og við það verður upplifun alfarið sérsniðin að hverjum og einum. Allt frá nafni, myndum sem og sögulínum og áherslum sem á best við hvern og einn. Hvort sem það er næturlífið, fjölskyldan, hamborgarar eða útivist. Þitt samfélags-sjálf segir til um hvaða auglýsing – eða upplifun öllu heldur – á best við um þig.
Er her um að ræða fyrstu fyrstu herferðina á Íslandi sem notast annarsvegar við Instagram bakenda til aðauðkenna áhorfendur sem og að notast er við gervigreind í samstarfi við Google til að lesa úr myndunum.
Sjá einnig: Hrollvekjandi snöpp frá Snorra Björns og Emmsjé Gauta fá hjörtu fólks til að slá örar
Netverjar geta þó einnig prufað herfeðrina án þess að tengjast Instagram en vert er þó að undirstrika að engin gögn eru geymd né þau notuð í neinum öðrum tilgangi en fyrir þessa einu upplifun.