Auglýsing

Ný hryllingsmynd Ólafs de Fleur verður frumsýnd á Netflix

Kvikmynd íslenska leikstjórans Ólafs de Fleur Jóhannessonar, Malevolent, verður frumsýnd á Netflix 5. október næstkomandi. Þessu greinir leikstjórinn frá á Facebook síðu sinni.

Malevolent er fyrsta Hollywood-mynd Ólafs en hún fjallar um systkini sem stunda það að svíkja fólk. Þau lofa fólki að losa það við draugagang í skiptum fyrir peninga en lenda í vandræðum þegar þau eru fengin til þess að rannsaka gamalt og drungalegt fósturheimili.

Ólafur hefur áður leikstýrt kvikmyndum á borð við Stóra planið, Kurteist fólk og Borgríki. Hann segir Malevolent vera fullkomna fyrir fólk sem vill hita almennilega upp fyrir Hrekkjavökuna. Stiklan fyrir myndina er komin inn á Netflix en hún er ekki fyrir viðkvæma.

Sjáðu stikluna

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing