Auglýsing

Ný sprunga myndast nærri framhlaupinu í Hítardal

Stór sprunga hefur opnast í Fagraskógarfjalli skammt frá brotsári framhlaups sem féll þar þann 7. júlí síðastliðinn. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu á síðu sinni.

Sprungan uppgötvaðist um helgina þegar starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru með æfingar í grennd við framhlaupið í Hítardal og komu auga á hana.

Spildan sem hefur losnað frá brún fjallsins er á bilinu 50 til 150 þúsund rúmmetrar en hrun af þessari stærðargráðu er ekki talið geta borist langt niður á láglendi og líklegt er að efnið falli ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist í júlí.

Algengt er að hreyfingar eða hrun eigi sér stað í sárum þar sem framhlaup eða stórar skriður hafa átt sér stað. Ástæða þykir því til að ítreka að fólki eigi ekki að vera í nánasta nágrenni við skriðuna.

Færsla Veðurstofunnar á Facebook

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing