Fyrsta stiklan úr heimildarmyndinni Montage of Heck, sem fjallar um ævi Kurt Cobain, er komin á netið. Hægt er að horfa á stikluna hér fyrir neðan.
Það sem er sérstakt við myndina er að hún var gerð í fullu samstarfi við fjölskyldu Cobain, sem lést árið 1994 — þá söngvari Nirvana og stærsta rokkstjarna heims.
Í myndinni má sjá myndefni úr fórum fjölskyldu Cobain sem hefur aldrei áður verið gert opinbert. Þá má sjá listaverk eftir Cobain og viðtöl við fólk sem stóð honum næst. Þrátt fyrir að saga Kurt Cobain hafi verið sögð ótal sinnum á þessi mynd að bæta miklu við og vera mjög persónuleg.
Hér má sjá stikluna úr heimildarmyndinni. Aðdáendur Cobain mega verða meyrir þegar þeir horfa: