Önnur þáttaröð af heimildarþáttunum Making a Murderer dettur inn á Netflix föstudaginn 19. október næstkomandi, þremur árum eftir að fyrsta þáttaröðin sló eftirminnilega í gegn.
Making a Murderer sló í gegn jólin 2015 á Netflix. Þáttaröðin fjallar um Steven Avery sem var sakfelldur árið 1985 fyrir nauðgun. Hann sat inni í 18 ár en var hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans. Honum var í kjölfarið sleppt.
Hann ætlaði að sækja háar bætur til ríkisins en var svo árið 2005 sakfelldur fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresu Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu. Þeir hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu.
Tíu þættir eru í annarri þáttaröðinni sem fjallar meðal annars um ferlið eftir að hann þeir voru dæmdur og afleiðingarnar sem dómurinn hefur haft í för með sér fyrir Avery, Dassey og fólkið í kringum þá.
Þá verður lögfræðingurinn Kathleen Zellner kynnt til sögunnar en hún vinnur að því að reyna að sanna að Avery sé saklaus. Í tilkynningu frá Netflix kemur fram að hún uppgötvi sönnunargögn sem kunna að varpa ljósi á afdrif Teresu Halbach ásamt því að svara spurningunum af hverju og hvernig kviðdómur fór að því að komast að því að Avery væri sekur.
.@MakingAMurderer Part 2 premieres October 19 pic.twitter.com/dL1Ob8eD5E
— Netflix US (@netflix) September 25, 2018