Auglýsing

Ný uppfærsla á Instagram var misheppnuð tilraun: „Hvað kom fyrir Instagram????“

Notendur samfélagsmiðilsins Instagram urðu margir hverjir hissa í vikunni þegar forritið prófaði nýja uppfærslu. Mikil óánægja var meðal notenda vegna uppfærsluna sem hefur nú verið dregin til baka.

Nýtt viðmót samfélagsmiðilsins lýsti sér þannig að notendur þurftu að fletta til hliðar í stað þess að fletta niður tímalínu líkt og hefur yfirleitt tíðkast á miðlinum.

Adam Mosseri, stjórnandi Instagram, hefur beðist afsökunar á atvikinu en hann sagði að til hefði staðið að prófa nýja viðmótið til mun smærri notendahóps en raunin varð.

Slíkar uppfærslur á Instagram eru vanalega kynntar með góðum fyrirvara og því kom það notendum á óvart þegar forritið hafði breyst án tilkynninga í gær.

Séu notendur enn með nýja viðmótið er hægt að uppfæra forritið og fá það gamla aftur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing