Auglýsing

Nýi þátturinn hans Jóns Gnarr fjallar um borgarstjóra í Reykjavík

Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, hefur uppljóstrað á Facebook-síðu sinni, að nýi þátturinn sem hann vinnur að fjalli um borgarstjóra í Reykjavík:

Þessa dagana sit ég við að skrifa nýja íslenska sjónvarpsþætti ásamt góðu fólki. Þetta er tragí-kómísk saga um daglegt líf manns sem er borgarstjóri í Reykjavík.

Nútíminn greindi frá gerð þáttanna á dögunum. Um er að ræða leikna þáttaröð en frekari upplýsingar eru á huldu.

Sigurjón Kjartansson kemur að gerð þáttanna ásamt Baltasar Kormáki, eftir því sem Nútíminn kemst næst.

Í samtali við Vísi á dögunum sagði Magnús Viðar Sigurðsson hjá RVK Studios  að það sé ekki langt síðan vinna að þáttunum hófst:

„Það getur tekið níu til fimmtán mánuði að þróa seríu. Stundum tekur það styttri tíma og stundum lengri tíma. Ég get ekki sagt þér hvenær serían verður sýnd.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing