Gamanþættirnir Ligaglad verða frumsýndir á RÚV um páskana. Þættirnir verða svo sýndir á sama tíma og Ófærð var sýnd á sínum tíma á sunnudagskvöldum. Lítið hefur verið gefið út um þættina annað en að Anna Svava og Helgi Björns fara með aðalhlutverkin.
Boðsgestir fengu að sjá fyrsta þáttinn í Hafnarhúsinu í gær og viðtökurnar voru vægast sagt góðar. Svo góðar að við getum ekki annað en beðið spennt. Sjáið bara hvað fólk hefur að segja um þáttinn á Twitter.
Var að sjá fyrsta þáttinn af Ligeglad sem byrjar á RÚV um páskana. Hands down, fyndnasta sem ég hef séð í íslensku sjónvarpi.
— Þórunn E. Bogadóttir (@thorunneb) March 18, 2016
Var að klára frumsýninguna á #ligeglad. Besti grínþáttur sem framleiddur hefur verið á Íslandi.
— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) March 18, 2016
Sá #ligeglad í gær og þessir þættir eru það besta sem íslenskt sjónvarp hefur hingað til séð. Ekki skoðun, fullyrðing.
— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) March 19, 2016
#ligeglad er hands down fyndnasta Íslenska sjónvarpsefni sem ég hef séð. Allir að horfa annan í páskum á rúv!
— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) March 18, 2016
Hugsanlega besta íslenska sjónvarp ever. #ligeglad
— dagsson (@hugleikur) March 18, 2016
Sá #ligeglad í gær. Lofar mjög góðu. Beitt og fer yfir strikið.
Mjög peppuð fyrir meira. Svo á @senordonpedro músíkina.
Getur ekki klikkað.— Son (@sonbarason) March 19, 2016
Ég mæli með því að fólk sem hefur gaman af gamni horfi á #ligeglad á Rúv á annan í páskum.
— VeigaMaría (@veigamaria_) March 19, 2016
Lofið sem þátturinn fékk á Twitter var svo mikið að sumir fengu nóg
Jó Twitterverse, alveg rolig á að hæpa #ligeglad svo mikið að ég verði leiður á þeim áður en ég sé þá.
— Stígur Helgason (@Stigurh) March 18, 2016