Auglýsing

Nýja uppfærslan á Snapchat étur upp rafhlöðuna í sumum símum

Snapchat sendi á dögunum frá sér uppfærslu sem fór ekkert sérstaklega mikið fyrir. Discover möguleikinn var færður fyrir ofan uppfærslurnar frá vinum þínum ásamt öðrum smávægilegum breytingum.

Einhverjir notendur fóru þó að taka eftir því að Snapchat var byrjað að hreinlega éta upp rafhlöðuna.

Nú hefur vefurinn Techradar komist að því að vandamálið er að mestu bundið við þá sem nota LG G4 síma. Notendur Nexus 6 hafa einnig fundið fyrir vandamálinu. Báðir símarnir nota Android stýrikerfið.

Notendur iPhone 5s og iPhone 6 virðast hafa sloppið, miðað við umfjöllun vefsins.

Hægt er að skoða í símanum hvernig öppin eru að nýta rafhlöðuna. Ef notkunin lítur svona út hjá þér er Snapchat að fara ansi illa með þig.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing