Auglýsing

Nýjasta æðið upphefur mjúka karlmenn: Pabbakroppurinn slær í gegn

Dadbod, eða pabbakroppur, er hugtak sem ryður sér til rúms á miklu hraða um þessar mundir. Stæltir líkamar eru á útleið og í staðinn kemur hinn mjúki maður, orðsins fyllstu merkingu.

Í umfjöllun um pabbakroppinn á vef bandaríska tímaritsins People kemur fram að táningar vestanhafs hafi notað hugtakið „dadbod“ undanfarin misseri.

Hugtakið breiddist hratt út eftir að háskólaneminn Mackenzie Pearson skrifaði grein í vefritið The Odyssey um ástæðurnar fyrir því að „stelpur elska pabbakroppinn“.

Í greininni kom fram að þeir sem eru með pabbakropp fara einstaka sinnum í ræktina en drekka líka mikið af bjór um helgar og borða átta sneiðar af pitsu í einni máltíð. Pabbakroppurinn er ekki í yfirvigt en hann er ekki heldur með þvottabretti, segir hún.

Á samfélagsmiðlum á borð við Twitter var hugtakið svo gripið á lofti og kassamerkið #dadbod skapað til að benda á myndir af Leonardo Dicaprio, Jon Hamm, John Mayer og Jason Segel sem dæmi um menn með pabbakropp.

https://twitter.com/AlexTheFrame/status/593868564899045377

https://twitter.com/Churchgill/status/593908035417993216

Á Twitter eru íslenskir karlmenn byrjaðir að fagna framtakinu.

https://twitter.com/Sveinn_A/status/594859576014544897

Víða veltir fólk fyrir sér hvort um grín sé að ræða eða raunverulega samfélagslega hreyfingu sem berst fyrir því að karlmenn verði sáttari við líkama sína.

Jordan Schultz Monroe bendir á í grein á vef Red Eye Chicago að vandamálið við pabbakroppana sé að í poppkúltúr sé litið niður á mömmukroppinn. „Ef við ætlum að fagna fjölbreytileika karlmanna þurfum við líka að fagna fjölbreytileika kvenna,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing