Svíinn Erik Hamrén var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann tekur við af Heimi Hallgrímssyni sem hætti með liðið eftir HM í sumar. Freyr Alexandersson verður aðstoðarþjálfari Hamren.
Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net tók viðtal við Hamrén á fréttamannafundi KSÍ í dag. Í viðtalinu segir Hamrén að hann hafi hrifist af stuðningsmönnum landsliðsins undanfarin ár og henti svo í eitt heiðarlegt víkingaklapp.
Fyrsta viðtal við Erik Hamren ✅
Víkingaklapp ✅#fotboltinet pic.twitter.com/iOTqqsHeia— Magnús Már Einarsson (@maggimar) August 8, 2018
Hamrén kom vel fyrir á fréttamannafundi KSÍ þegar hann var kynntur og voru viðstaddir ánægðir með frammistöðu hans á fundinum. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson gaf ræðu hans 10 í einkunn.
First impression ræðan hjá Hamrén 10/10. Ekki furða að hann og Zlatan náðu vel saman. Sama sjálfstraust og tala eins! Attitude punkturinn var súper ?
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 8, 2018
Íslendingar hafa góða reynslu af sænskum þjálfurum en Lars Lagerback stýrði liðinu á sitt fyrsta stórmót þegar Ísland komst á EM í Frakklandi árið 2016 undir hans stjórn.Hamrén segir að markmiðið sé að koma Íslandi á þriðja stórmótið í röð.
?? Erik Hamrén on his new job:
,,I'm coming into a new country and new team. It's important that I won't change everything. We have to hold onto the things that have worked well in the past."#fyririsland
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 8, 2018