Sigríður Björk Guðjónsdóttir er nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún tekur við af Stefáni Eiríkssyni 1. september næstkomandi en Stefán verður sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum undir stjórn Stefáns. Þá hefur Stefán sjálfur verið virkur á Twitter, tekið þátt í umræðunni og svarað spurningum notenda. Stefán hefur notað notendanafnið @logreglustjori á Twitter og nú velta menn fyrir sér hvort Sigríður Björk feti í fótspor Stefáns og byrji að tísta.
Það er allavega ljóst að Stefán ætlar ekki að halda notendanafninu. Nýjum lögreglastjóra býðst því að fá aðganginn:
@atlifannar Þegar maður hættir að vera lögreglustjóri þá hættir maður því alveg, líka á twitter.
— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) August 24, 2014
En Sigríður Björk hefur ekki rætt þessi mál við Stefán:
@atlifannar Ekki enn, skýrist væntanlega fljótlega.
— Stefán Eiríksson (@logreglustjori) August 23, 2014