Auglýsing

Nýr og beinskeittari Sölvi í viðtali: „Þetta er í raun og veru bara gaslýsing“

„Þegar það kemur að kosningunum í Bandaríkjunum þá er rosalega mikill munur á því hvernig stærstu fjölmiðlarnir á Íslandi fjalla um Donald Trump eða Kamölu Harris. Ég leyfi mér að segja að það sé brjáluð slagsíða í því en það þýðir ekkert að ég sé einhver stuðningsmaður Trump, það þýðir bara að ég sé að segja það sem er augljóst. Það er nánast talað um hana eins og einhvern bjargvætt bara því hún er lituð og er kona,“ segir Sölvi Tryggvason sem er nýjasti gestur Frosta Logasonar í hlaðvarpsþættinum „Spjallið með Frosta Logasyni“ á Brotkast.

Í viðtalinu er farið yfir víðan völl og rætt um alla helstu atburði líðandi stundar í samfélagsmálum og pólitík. Málefni vara ríkissaksóknara, hlutdrægni stóru fjölmiðlanna og slagsíða í bandarísku forsetakosningunum, óeirðirnar í Bretlandi, innflytjendaumræðan, afhelgun samfélagsins, íslam í Evrópu, hatursorðræða og bakslag í hinsegin samfélaginu svo eitthvað sé nefnt.

Ekki lengur hægt að réttlæta RÚV

„Ef þið eruð fréttamenn viljið þið þá ekki kynna ykkur ferilinn hennar og skoða hvort hún sé svona frábær? Kannski er Donald Trump alveg ömurlegur en það þýðir ekki að hún sé frábær bara af því að hún er á móti honum,“ segir Sölvi sem er orðinn þreyttur á þessu.

„Maður er orðinn svo þreyttur á þessu. Þetta er í raun og veru bara gaslýsing. Þið eruð að reyna að segja okkur eitthvað þegar augun okkar og eyru eru að sjá og heyra eitthvað annað.“

Frosti er kominn á þá skoðun að það sé ekki lengur hægt að réttlæta að skattgreiðendur haldi uppi RÚV.

„Ég hef alltaf verið RÚV-maður og talað fyrir því að það eigi kannski að skilgreina hlutverkið betur og minnka þetta eitthvað en það þyrfti samt að vera RÚV en núna er ég bara kominn á nei – skattgreiðendur eru að borga fyrir það að þeir séu mataðir af einhverjum upplýsingum sem ganga algjörlega í berhögg við bæði lífsskoðun og staðreyndir – þá er þetta bara algjörlega búið að missa marks.“

Ekki misa af frábæru og beinskeyttu viðtali en hér fyrir neðan er brot úr því. Hægt er að horfa á og hlusta á allt viðtalið með áskrift að Brotkast sem hægt er að nálgast með því að smella hér!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing