Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, tekur við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra um áramótin. Þetta er niðurstaða þingflokks Framsóknarflokksins.
Sigrún sagði í sumar að hún sakni fjölmiðils sem skilji Framsóknarfólk og stefnu þeirra:
Mér finnst alltaf vera mjög tortryggt allt sem Framsóknarmenn leggja til og tala um og snúið út úr því á alla enda og kanta. Við vitum náttúrlega að Fréttablaðið er mest fyrir Samfylkinguna og Bjarta framtíð. Það væri gott fyrir okkur Framsóknarmenn að eiga okkar Fréttablað. Ég bara svona nefni þetta.