Auglýsing

Nýtt kvikuhlaup eða eldgos er líklegt á næstu vikum

Skjálftavirknin við Svartsengi og Sundhnúk er mjög lítil og hafa fáir smáskjálftar mælst undanfarna daga. Hraunið sem gekk í átt að norðanverðu Sýlingarfelli hélt áfram að renna mjög hægt frá því að gosinu lauk 22. júní og er nú alveg hætt að hreyfast.

Stjórnarformaður Blávarma kýs að svara ekki lykilspurningum: „Þeim var fyllilega ljós áhætta fjárfestingarinnar“

Hópur frá Náttúrufræðistofnun og Landmælingum Íslands hefur unnið úr gögnum sem sérfræðingar frá Eflu, Verkís og Svarmi söfnuðu í drónaflugi yfir gosstöðvarnar 24. júní. Gögnin sýna að hraunið er nú 9,3 km2 að flatarmáli og rúmmálið um 45 milljónir m3.

Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt hraunbreiðunnar sem hefur myndast í eldgosinu sem hófst 29. maí. Kortið er afurð samvinnu margra aðila en er byggt á mælingum Verkís, Eflu og Svarma frá 24. júní. Á kortinu sést hvar hraun hefur safnast í hrauntjörn suðaustan við Sýlingarfell (rauðleit svæði) og hraunstraumurinn sem rennur þaðan norður fyrir Sýlingarfell. Gráleit svæði sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.

Nýjustu aflögunarmælingarnar (bæði GNSS og InSAR gervitunglamyndir) sýna að landrísið undir Svartsengi heldur áfram. Hraði landrisins jókst eftir að gosi lauk og er nú orðin meiri en það sem mældist fyrir gosið sem hófst 29. maí. Hraða aflögunar má túlka sem að kvikuinnstreymi inn í kvikuhvolfið á 4-5 km dýpi haldi áfram.

Á sama tíma heldur stjórnarformaður Blávarma, sem er í eigu fjórtán af stærstu lífeyrissjóðum landsins, því fram að hlutabréf í Bláa lóninu hafi hækkað í verði.

Bylgjuvíxlmynd (InSAR) fyrir tímabilið 13. til 25. júní sýnir að aflögun á þessu tímabili er um 3-4 cm þar sem hún er mest. Myndin er byggð á gögnum frá gervitunglinu Sentinel-1. Hraun frá Fagradalsfjalli og Sundhnúksgígum eru afmörkuð með hvítum útlínum.

Með þessar forsendur að leiðarljósi má gera ráð fyrir að kerfið muni haga sér á svipaðan hátt og áður og að nýtt kvikuinnskot og/eða eldgos muni eiga sér stað á ný á Sundhnúkssvæðinu á næstu vikum. Frá og með deginum í dag er erfitt að sjá fyrir með vissu hvernig ástandið mun þróast. Gögnum sem safnað verður á næstu dögum/vikum munu hjálpa til við að meta stöðuna og hugsanlega við að skilja breytingar og þróun innan kvikukerfisins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing