Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er í heimsókn í Afríku þessa dagana. Hann hóf ferðina í Keníu þar sem hann heimsótti föðurfjölskyldu sína og opnaði íþrótta – og verkmenntamiðstöð sem hálfsystir hans Auma Obama stofnaði.
Forsetinn fyrrverandi lék á alls oddi á opnunarhátíð íþrótta – og verkmenntamiðstöðvarinnar og tók meðal annas sporið með systur sinni og stjúplangömmu viðstöddum til mikillar gleði
Obama dancing in Kenya is the perfect antidote to today pic.twitter.com/mP7WqTTo7Q
— NowThis (@nowthisnews) July 17, 2018
Þetta er í fyrsta skipti síðan Obama lét af störfum sem forseti Bandaríkjanna sem hann heimsækir Afríku en hann tók einnig þátt í ráðstefnu um Nelson Mandela í Suður-Afríku en hann hefði orðið 100 ára í ár
Mandela Day is about taking action to change the world for the better. In these young people, I see Madiba's example of persistence and hope. They are poised to make this world more peaceful, more prosperous, and more just. pic.twitter.com/GJDuOs1hkH
— Barack Obama (@BarackObama) July 18, 2018