Barack Obama, Bandaríkjaforseti, skrifaði grein sem birt var á fréttavefnum CNN þar sem hann fjallar um markmið sín og Bandaríkjanna um að geta flutt fólk til Mars og að það geti dvalið þar í langan tíma.
Í greininni hrósar Obama NASA, Bandarísku flug- og geimvísindastofnuninni, fyrir góða vinnu sem hjálpi Bandaríkjunum að ná markmiðum sínum um að geta flutt fólk til Mars. Spili þar stórt hlutverk aukning á verkfræðingum í Bandaríkjunum en um 100 þúsund verkfræðingar útskrifast ár hvert í þar í landi.
Obama segir mikilvægt að viðhalda góðu samstarfi milli stjórnvalda Bandaríkjanna og sjálfstæðra nýsköpunnarfyrirtækja til þess að vinna að undirbúningi fyrir næstu markmið „Næsta markmið er að senda fólk til Mars og koma þeim aftur til baka á öruggan hátt. Stefnt er á að þetta verið að veruleika stuttu eftir árið 2030,“ segir hann.
Endanlegt markmið í þessu ferli er að geta sent fólk til Mars þar sem það getur verið í mun lengri tíma út í geimnum.
Að sögn Obama eru Bandaríkin að vinna með hinum ýmsu fyrirtækjum við að búa til nýjar og betri leiðir til þess að geta farið með geimfara í lengri ferðalög í lengri tíma og enn lengra inn í geiminn. Segir hann það vera mikilvægt ferli til þess að komast að því hvernig manneskjan geti lifað af í geimnum, langt frá jörðu.
Obama segir að lokum að ef markmiðið náist og hægt verði að senda fólk út í geiminn til þess að búa þar til lengri tíma. Einfaldi það líf fólks hér á jörðu til muna.
„Einn daginn vona ég að ég geti haldið á barnabörnum mínum og horft upp í himininn, eins og menn hafa gert frá upphafi. Í staðinn fyrir þó að bíða eftir fleiri upplýsingum um hvað sé að finna í geimnum þá vitum við mun meira um hvernig geimurinn virkar,“ segir hann.